Laugarneskirkja vill vera styðja við þau sem glíma við eða hafa glímt við geðsjúkdóma, aðstandendur þeirra og leggja sitt af mörkum til að minnka fordóma. Í tengslum við Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn kallar Laugarneskirkja því til Geðveikrar messu næsta sunnudag kl. 11.
Ávarp flytur Bergþór G. Böðvarsson formaður undirbúningsnefndar Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins og hugleiðing dagsins er í höndum Kára Auðar Svanssonar. Yfirskrift dagsins í ár er Lifað með geðklofa en Kári hefur reynslu af því.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar ásamt messuþjónum Laugarneskirkju. Tónlist og safnaðarsöng leiðir kórinn Veirurnar. Sunnudagaskólinn er á sínum stað.
Gleði, gæska og geðheilbrigði í Laugarneskirkju á sunnudaginn kl. 11 og allir eru innilega velkomnir!