Í Laugarneskirkju hefur verið starfrækt um áraskeið 12 sporastarf sem unnið er í tengslum við Vini í bata. Nú byrjar starfið að nýju eftir áramót og eru því haldnir kynningarfundir sem öllum er velkomið að sækja til að kynna sér starfið og taka í framhaldinu þátt sé áhugi til staðar.

Í kvöld, þriðjudaginn 20. janúar er annar opni kynningarfundurinn, þangað eru allir velkomnir og hann hefst kl. 19.30 í safnaðarheimilinu.

Reynslusporin 12 eru farvegur sjálfsræktar sem gefa einstaklingum færi á að dýpka sig og vaxa í lífi og starfi. Sporin geta nýst hverjum sem er, óháð aðstæðum og verkefnum lífsins, þar sem þau reynast góð tæki til að mæta tilverunni með heiðarlegri sjálfsskoðun og auka þannig andlegan vöxt.

Úr verður andlegt ferðalag, einstakt hverjum þeim sem leggur af stað. Ferðalag sem gefur af sér dýrmætar gjafir og er síðast en ekki síst stórskemmtilegt!

Þann 27. janúar er síðasti opni fundurinn, svo fer sporastarfið af stað með vikulegum fundum sem haldnir eru frá 19:30 – 21:30.

Umsjónarfólk 12 sporanna í vor eru Hjalti Jón Sverrisson og Hekla Jósepsdóttir.