Við erum öll orðin langeygð eftir vorinu eftir langan og strangan vetur. Eitt af því góða sem hægt er að gera til að hleypa birtu og yl inn í tilveruna, er að sækja samfélag í gleði og vináttu í Laugarneskirkju, í messu og sunnudagaskóla kl. 11 á sunnudaginn kemur.
Þá ætlum við að hafa messu með fjölbreyttri tónlist sem Arngerður María organisti og kór Laugarneskirkju leiðir, sr. Kristín Þórunn þjónar ásamt messuþjónum og Jónína Ólafsdóttir prestsnemi í starfsþjálfun í Laugarneskirkju prédikar. Hún ætlar í tilefni af 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, að beina sjónum að konum og stöðu þeirra í Biblíunni.
Sunnudagaskólinn verður á fullu og þar er nú ekki leiðinlegt að vera. Allir krakkar og vinir þeirra innilega velkomnir þangað!