Það ætti enginn að láta fram hjá sér fara yndislega tónleika á föstudaginn í Laugarneskirkju. Þeir bera yfirskriftina “Regn á vordögum” og þar verður flutt sónatína eftir Schubert og sónata eftir Brahms.
Flytjendur:
Laufey Jensdóttir, fiðluleikari
Þórunn Þórsdóttir, píanóleikari
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er posi á staðnum)
Sjáumst í huggulegu hádegi!
————————–
Efnisskrá:
Sonatína fyrir fiðlu og píanó númer 1 í D-dúr, D.384 e. Franz Schubert
I. Allegro molto
II. Andante
III. Allegro Vivace
Sónata fyrir fiðlu og píanó númer 1 í G-dúr e. Johannes Brahms, op. 78, einnig kölluð “Regnsónatan”
I. Vivace ma non troppo
II. Adagio
III. Allegro molto moderato