VORFERÐ ELDRIBORGARA
Við byrjum í kirkjuskipinu kl. 12:00 og njótum helgi- og kyrrðarstundar, fáum okkur svo súpu og brauð í Safnaðarheimilinu og leggjum á stað í ferðina kl. 13:00. Jafnframt hægt að mæta beint í rútuna sem verður komin 12:45 að Laugarneskirkju.
Keyrt verður upp að Korpúlfsstöðum og þar fáum við leiðsögn um staðinn, en Elva Hreiðarsdóttir grafíklistakona tekur á móti okkur. Margir listamenn eru með vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum og gaman að kíkja inn til þeirra sem og að heyra sögu hússins.
Síðan er keyrt upp í Mosfellsdal og Mosfellskirkja heimsótt og sóknarpresturinn Ragnheiður Jónsdóttir tekur á móti okkur. Við ljúkum svo ferðinni á Kaffihúsi Álafossi og njótum samverunnar í fallegu umhverfi í Kvosinni með kaffi/te og eplaköku með rjóma að hætti hússins.
Ferðin kostar kr. 2,500 – og greiðist í eða við rútu.
Áætlaður tími í bæinn er milli kl. 16:00 – 16:30.
Það þarf að skrá sig í ferðina hjá Guðrúnu Kr. djákna gsm 699-5905 eða í Laugarneskirkju hjá Vigdísi sími 588-9422.