Á sumrin skiptum við um takt í Laugarneskirkju enda fólkið okkar á ferð og flugi.
Aðalbreytingin frá hefðbundnu starfi er að á sunnudögum í sumar verða guðsþjónusturnar okkar kl. 5 í eftirmiðdaginn.
Þá er hugsunin sú að við bjóðum upp á samtal og samveru í bæn og tónlist, á tíma sem leyfir fólki að njóta dagsins við leik og útivera og kíkja svo í kirkjuna áður en kvöldmaturinn er eldaður.
Í stíl við sumarið verða þessar guðsþjónustur léttar og aðgengilegar og mest áhersla lögð á þakklætið fyrir lífsins góðu gjafir og yndisleik sumarsins.
Sunnudaginn 14. júní ætla prestshjónin Kristín Þórunn og Árni Svanur að þjóna og prédika, ásamt messuþjónahópi. Kórinn okkar og Arngerður María eru á tónleikaferðalagi á Ítalíu en hjá okkur verður ungur orgelnemi sem heitir Kristján.
Innilega velkomin í kirkjuna kl. 5 á sunnudaginn!