Það er margt um að vera hér í kirkjunni þótt hásumar sé. Hingað kemur fólk í margskonar erindagjörðum, á gleðilegum tímamótum og á erfiðum stundum þegar sorgin drepur á dyr.
Bænafundir með hælisleitendur eru líka á dagskrá í allt sumar en að eru gefandi og nærandi stundir á ensku í samstarfi við prest innflytjenda. AA fundir og gönguhópurinn Sólarmegin, halda einnig áfram hefðbundnu vikulegu starfi.
Næsta sunnudag 9. ágúst verður svo fyrsta guðsþjónustan að loknu sumarfríi. Hún er kl. 5 í eftirmiðdaginn og í henni taka þátt fulltrúar frá grasrótarstarfinu Hinsegin í Kristi af tilefni Gleðidaga sem eru haldnir í Reykjavík þessa viku. Þar eru allir innilega velkomnir!
Gleðilegt sumar!