Í Laugarneskirkju er mannræktarstarf undir merkjum Vina í bata. 6. desember kl. 17 verður Batamessa í kirkjunni, þar sem öðrum hópum Vina í bata sem eru starfræktir í öðrum kirkjum og söfnuðum, er einnig boðið.
Messan er alfarið í höndum 12 spora hópsins og Laugarneskirkju, við syngjum, heyrum hugleiðingu og vitnisburð og eigum góða stund á aðventunni.
Kaffi og meðlæti er í boði á eftir.