Guðsþjónustur á Sóltúni og Hátúni 12 á jólum

Aðventukrans minninganna

Laugarneskirkja heldur jólaguðsþjónustur á hjúkrunarheimilinu Sóltúni kl. 14 á aðfangadag. Þar þjóna sr. Kristín Þórunn og Jón djákni en Arngerður María leikur á píanó og leiðir söng. Með henni er Elma Atladóttir söngkona.

Kl. 15 er síðan jólaguðsþjónusta í Hátúni 12 í Betri stofunni 2. hæð. Þar þjóna sr. Kristín Þórunn og Kristinn meðhjálpari, en Arngerður María og Elma leiða söng.

Þetta eru yndislegar stundir sem eru öllum opnar og þú ert velkomin/velkominn.

Hér eru viðburðir jólanna í Laugarneskirkju á facebook.