Jólastund barnanna á aðfangadag kl. 16

Helgileikur

Það er yndislegt að byrja jólahátíðina á því að kíkja í Laugarneskirkju kl. 16 á aðfangadag og upplifa helgi jólanna með augum barnsins. Löng hefð er fyrir því að börn í Laugarneskirkju setji upp jólaguöspjallið í einföldum helgileik og það ætlum við líka að gera í ár.

Jólastund barnanna tekur rúmlega hálftíma og þar er mikill söngur og þar sem við notum jólasálmana til að hjálpa okkur að segja söguna af því þegar Jesús fæddist í Betlehem.

Það eru sr. Kristín Þórunn, Hrafnhildur djákni, Bella æskulýðsleiðtogi og Arngerður María organisti sem leiða stundina og ALLIR eru velkomnir, ungir sem aldnir.

Hér eru viðburðir jólanna í Laugarneskirkju á facebook.