Fjórði sunnudagur í aðventu er helgaður Jóhannesi skírara sem undirbjó þjónustu Jesú og þrumaði yfir lýðnum. Textar dagsins tengja á mjög skýran hátt siðferðilega breytni og Guðstrú en þá tengingu birti Jóhannes skírari mjög sterklega í ræðum sínum sem fólk flykktist að til að heyra.
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Magnús Ragnarsson leikur á orgel og stjórnar Melódíu, kór Áskirkju, sem leiðir söfnuðinn í söng.
Þótt sunnudagaskólinn sé kominn í jólafrí er boðið upp á barnastarf svo enginn krakki fer fýluferð í kirkjuna. Kaffi og djús á eftir.
Innilega velkomin.
Hér eru viðburðir jólanna í Laugarneskirkju á facebook.