Biblíudagurinn – messa og barnastarf kl. 11

Biblían

Sunnudaginn 31. janúar er Biblíudagurinn – þess minnumst við í tali og tónum í messunni okkar kl. 11. Eflaust ber bókina góðu líka á góma í sunnudagaskólanum sem enginn vill missa af!

Sr. Kristín Þórunn prédikar og þjónar ásamt Hrafnhildi djákna og messuþjónum. Arngerður María og félagar úr Dómkórnum leiða safnaðarsöng.

Kaffi og djús eftir samveru – verið innilega velkomin.