Konudagurinn í Laugarneskirkju

Pálmasunnudagur

Nú er þorrinn á braut og góan bíður okkar með símeiri birtu og örlitlu vori í lofti. Á konudaginn hittumst við kl. 11 og eigum góða stund í kirkjunni.

Þennan dag ætlar Jónína Leósdóttir rithöfundur að tala til okkar og flytja hugvekju dagsins. Við hlökkum til að fá að kynnast Jónínu og erum þakklát fyrir það sem hún færir okkur.

Sr. Kristín Þórunn þjónar og leiðir stundina ásamt messuþjónum. Arngerður María og kór Laugarneskirkju leiða safnaðarsöng og af tilefni dagsins verða sungnir fallegir sálmar eftir konur!

Börnin hefja sína stund uppi í kirkjunni en fara svo niður í sunnudagaskólann þar sem er gleði og söngur við allra hæfi.

Kaffi og djús á eftir í umsjón Reza og félaga. Verið öll innilega velkomin!