Messa og sunnudagaskóli 28. febrúar

Tré Frans frá Assisí

Venjulega er 28. febrúar síðasti dagur mánaðarins – en ekki í ár því nú er hlaupár! En þennan dag verður nú samt messa og sunnudagaskóli kl. 11 í Laugarneskirkju.

Þennan dag þjónar sr. Birgir Ásgeirsson við messuna ásamt messuþjónum. Mikil tónlist og söngur í höndum kvennakórsins Kötlurnar og Arngerðar Maríu Árnadóttur, sem leiða safnaðarsönginn. Öflugt barnastarf í umsjón Hjalta Jóns og félaga. Kaffi og djús eftir samveru.

Innilega velkomin!