Þessi vika markar eins árs afmæli vikulegra bænastunda með hælisleitendum í Laugarneskirkju. Í samstarfi við Toshiki Toma, prest innflytjenda, hefur hópurinn hist í hverri viku með þremur undantekningum – og hópurinn vaxið og dafnað.
Eðli málsins samkvæmt breytist samsetning hópsins með sérstökum hætti. Þátttakendur standa allir frammi fyrir því að þurfa jafnvel að vera sendir í burtu með stuttum fyrirvara, eftir því hvernig mál þeirra fara í kerfinu.
Hver samverustund er því sérlega mikilvæg og gefandi fyrir þau sem taka þátt, því við vitum ekki hvort við getum hist öll aftur.
Þátttakendur í stundunum, sem bera yfirskriftina Seekers prayer meeting, eru líka virkir sjálfboðaliðar í Laugarneskirkju og hafa tengst mörgum þar.
Við erum þakklát fyrir þennan tíma með vinum okkar sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og að eiga samfélag í trú og gleði með þeim.