Guðsþjónusta 26. júní kl. 11

17. júní

Jónsmessa, sumarsólstöður, forsetakosningar…..það er allt að gerast þessa helgi! Og við ætlum að hafa síðustu sumarguðsþjónustuna okkar þennan dag og þú ert velkomin/n!

Sr. Kristín Þórunn þjónar og prédikar og Steinar Logi leiðir safnaðarsöng og leikur undir á píanó.

Þessi stund markar líka lok myndlistarsýningar Fridu Adriönu Martins sem hefur staðið yfir í smugunni frá sumarbyrjun – og Frida, sem er virkur sjálfboðaliði í söfnuðinum okkar, segir nokkur orð af því tilefni.

Innilega velkomin kl. 11 í Laugarneskirkju sunnudaginn 26. júní.