Helgistund 28. ágúst kl. 20

Laugarneskirkja haust

Við komum saman í kirkjunni okkar sunnudagskvöldið 28. ágúst kl.20.00 og eigum saman stutta helgistund og fögnum því að stíga saman fyrstu skrefin inn í hauströkkrið og rútínuna, með vaxtarvon í brjósti.
Sérstaklega fögnum við og tökum á móti verðandi fermingarbörnum og foreldrum þeirra, en að helgistund lokinni verður boðið upp á kvöldkaffi í safnaðarheimilinu og verður sú stund einnig nýtt sem samræðuvettvangur fyrir komandi vetur í fermingarfræðslu.
Stundin er opin öllum og kjörið tækifæri til að koma saman í góðu samfélagi, mæta kjarna sínum og stilla sig fyrir komandi viku.