Pálmasunnudagaskóli og Páskadagsgleði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Pálmasunnudagaskóli

Sunnudagaskólinn okkar heldur af stað í leiðangur nú á Pálmasunnudag, 9.apríl. Þá verður sunnudagaskólinn haldinn í íþróttahúsi Laugarnesskóla kl.11:00.
Íþróttahúsið er sambyggt skólanum sem stendur við Kirkjuteig.
Börnin fá tækifæri til að hreyfa sig enn meira en vanalega þar sem farið verður í skemmtilega og fjörmikla leiki sem henta öllum aldurshópum.
Söngvarnir og samfélagið góða á sínum stað.

Páskadagsgleði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Boðið verður upp á líflega dagskrá næstkomandi Páskadag, 16.apríl, ásamt Áskirkju.
Við sameinumst á Páskadagsmorgni kl.11:00 við selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og við tekur lífleg og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem undur og upprisa páskanna mun birtast í leik og söng.
Aðgangur er ókeypis og í dagskrárlok munu kanínurnar líta við í heimsókn til okkar og börnin fá tækifæri til að heilsa upp á þær og klappa. Allir velkomnir!