Fjölskylduguðsþjónusta & Eina krónu mót 10.09.2017

Lkirkja&börn

Við komum saman í Laugarneskirkju sunnudagsmorguninn næstkomandi og fögnum því að hauststarfið sé komið á skrið með fjölskylduguðsþjónustu kl.11:00.
Hjalti Jón leiðir stundina ásamt leiðtogum úr æskulýðsstarfinu. Kristján Hrannar leikur á flygilinn og söngkonan Bríet Ísis tekur lagið.
Hugljúf stund á sunnudagsmorgni fyrir fólk á öllum aldri, nærandi samfélag í bænar- og þakkargjörð.

Sama dag, í beinu framhaldi af messukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar, verður haldið opið mót Laugarnessóknar í leiknum sívinsæla Eina krónu.
Það er kannski fátt hollara en að gleyma sér saman í leik, fólk á öllum aldri, og rækta með því tengslin. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér:
https://www.facebook.com/events/270290173485252/?ref=br_rs

Allir innilega velkomnir!

Lkirkja&börn

Lkirkja&börn