Fjölskylduguðsþjónusta 2. desember & aðventubíó

Kæru vinir, það er nóg um að vera í Laugarneskirkju á aðventunni.

Þann fyrsta í aðventu komum við saman í kirkjunni kl.11:00 þar sem verður fjölskylduguðsþjónusta. Hlý og notaleg stund fyrir alla, þar sem við horfum sérstaklega til þeirra sem yngri eru. Ungt fólk úr hverfinu flytur tónlist, brúðuleikhúsið kíkir í heimsókn og við kveikjum að sjálfsögðu á fyrsta aðventukertinu, svo eitthvað sé nefnt.
Arngerður María leiðir tónlistina ásamt unga tónlistarfólkinu okkar og prestarnir, Eva Björk og Hjalti Jón, þjóna ásamt messuþjónum.

Síðar, sama dag, verður boðið upp á aðventubíó fyrir alla fjölskylduna í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl.14:00. Hjalti Jón hefur umsjón með verkefninu ásamt ungleiðtogum.
Popp & kirkjudjús í boði. Þá er líka. boðið upp á liti og föndur á meðan á samverunni stendur.
Verið hjartanlega velkomin!