Helgihald í Laugarneskirkju á aðventu og jólum

 Í Laugarneskirkju er margt um að vera á aðventunni og yfir jólin. Í kirkjuna eru allir velkomnir og þar er boðið upp á fjölbreytt tækifæri fyrir fjölskylduna og fólk á öllum aldri til að næra andann og eiga gott samfélag.

Fyrsti sunnudagur í aðventu 2. desember
Kl. 11:00
Fjölskylduguðsþjónusta.
Sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna ásamt messuþjónum. Arngerður María leiðir tónlist ásamt ungu fólki úr hverfinu.

Kl. 14:00
Aðventubíó í safnaðarheimili.
Góð stund fyrir alla aldurshópa

Kl. 20:00
Aðventukvöld.
Sr. Eva Björk þjónar ásamt messuþjónum.
Sævar Helgi Bragason flytur hugvekju.
Skólahljómsveit Austurbæjar leikur undir stjórn Ingibjargar Guðlaugsdóttur.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu.
Einsöngvari er Elma Atladóttir

Sunnudagur 9. desember
Kl. 11:00
Jólaball Laugarneskirkju.
Við hefjum stundina í kirkjunni þaðan sem gengið verður niður í safnaðarheimið og dansað í kring um jólatréð.
Arngerður María, Eva Björk og  Hjalti Jón leiða stundina

Kl. 13:00
Guðsþjónusta Hátúni 12. Betri-stofunni 2. hæð

Kl. 14:00
Aðventubíó í safnaðarheimili.
Góð stund fyrir alla aldurshópa

Sunnudagur 16. desember
Kl. 11:00
Messa og sunnudagaskóli.
Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum.
Sigurður V. Þorsteinsson og Elísabet organisti leiða söng.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Sameiginlegt upphaf í kirkju.
Messukaffi og samfélag á eftir

Kl. 14:00
Aðventubíó í safnaðarheimili.
Góð stund fyrir alla aldurshópa

Mánudagur 17. desember
Kl. 20:00
Gospelkvöld í sal Sjálfsbjargar Hátúni 12.
Kristján Hrannar, Emma Eyþórsdóttir og fleiri halda uppi góðri stemningu.
Söngur, gleði og gott samfélag.
Hjalti Jón og Eva Björk leiða stundina.
Aðalbjörg Helgadóttir, formaður sóknarnefndar, flytur hugleiðingu.

Miðvikudagur 19. desember
Kl. 14:00
Jólaguðsþjónusta félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20.
Sr. Eva Björk þjónar og Arngerður María leiðir söng.

Fimmtudagur 20. desember
Kl. 16:00
Jólaguðsþjónusta í Há-salnum Hátúni 10.
Sr Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna.
Arngerður María leiðir söng.

Aðfangadagur 24. desember
Kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta hjúkrunarheimilinu Sóltúni
Prestur: sr. Eva Björk
Organisti: Arngerður María.
Einsöngur: Gerður Bolladóttir

Kl. 15:00
Hátíðarguðsþjónusta Hátúni 12, Betri-stofunni, 2. Hæð
Prestur: sr. Eva Björk
Organisti: Arngerður María.
Einsöngur: Gerður Bolladóttir

Kl. 16:00
Jólasöngvar barnanna
Góð stund fyrir eftirvæntingarfullar sálir
Sr. Eva Björk,  sr. Hjalti Jón og Arngerður María leiðastundina

Kl. 18:00

Aftansöngur.
Sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu organista.
Einleikur á trompet Þórður Hallgrímsson.
Einsöngur Elma Atladóttir

Jóladagur 25. desember
Kl. 14:00
Guðsþjónusta á jóladag, 9 lestrar og söngvar
Sr. Eva Björk þjónar ásamt messuþjónum.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn  Arngerðar Maríu.

Nýársdagur 1. janúar
Kl. 16:00
Guðsþjónusta á nýjársdag.
Sr. Davíð Þór þjónar.
Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Elísabetar organista.

Safnaðarstarf hefst á nýju ári með messu og sunnudagaskóla sunnudaginn 13. Janúar eftir stutta jólahvíld.

Verið velkomin í Laugarneskikju