,,… og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar.” – Messa & Sunnudagaskóli 16. desember

Sunnudaginn 16. desember verður messa og sunnudagaskóli í Laugarneskirkju kl.11:00.
Sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Elísabet Þórðardóttir, organisti, leiðir tónlistina ásamt söngvaranum Sigurði Vigni Jóhannssyni. Sunnudagaskólinn er í umsjón Garðars, Gísla og Emmu.
Þá fáum við kynningu á Hepziba verkefninu (sjá: http://laugarneskirkja.is/2018/11/styrktaratak-oruggt-skjol-opinn-fundur-i-safnadarheimili-laugarneskirkju-28-november/)
Kaffi og gott samfélag í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.
Allir velkomnir!

Í messunni næstkomandi sunnudag ætlum við að skoða hvort það sé ekki meira sem sameinar okkur heldur en sundrar, hvort við séum ekki öll glettilega venjuleg og furðuleg samtímis og hvort það geti ekki hjálpað okkur að setja okkur í aðstæður annarra svo við fáum frekar skilið fólk. Í framhaldinu má virkja þann skilning og nýta til þess að halda sjálfum okkur og hvort öðru ábyrgu.
Þessi leið kallar gjarnan eftir miklu trausti og hugrekki, auðmýkt og hlustun. Í þetta traust sjáum við glitta í pistli næstkomandi sunnudags:

Nú getum við enn betur treyst orði spámannanna. Það er rétt af ykkur að gefa gaum að því eins og ljósi sem skín á myrkum stað þangað til dagur ljómar og morgunstjarnan rennur upp í hjörtum ykkar. Vitið það umfram allt að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda. (2.Pét.1.19-21)

Á meðfylgjandi mynd má sjá morgunstjörnurnar Venus og Júpíter skína á himninum árið 2004, en þá voru þær óvenju nálægt hvor annarri. Myndina tók Snævarr Guðmundsson.