Kæru vinir 😊
Nú hafa Ás- og Laugarnessóknir tekið höndum saman og hvern fimmtudag er boðið uppá OPIÐ HÚS í Áskirkju milli kl 12 og 15.
OPIÐ HÚS:
Stundin hefst með kyrrðarstund í kirkjunni. Þar er leikin tónlist áður en flutt er stutt hugvekja og farið með fyrirbænir.
Í beinu framhaldi er boðið upp á hádegisverð á kostnaðarverði (1.000 krónur) í safnaðarsalnum Dal á neðri hæð.
Um kl. 13 hefst opin dagskrá. Þar njótum við samfélagsins hvert með öðru, hlustum á frásagnir, spilum, fáum góða gesti, gefum af okkur og þiggjum.
Dagskránni
lýkur með söngstund í umsjá organista.
Á vormánuði er fyrirhuguð dagsferð á áhugaverðar slóðir.
Umsjón með starfinu hafa Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Kristný Rós Gústafsdóttir djákni, ásamt prestum, organistum og fleira starfsfólki beggja kirkna.
Verið hjartanlega velkominn í OPIÐ HÚS á fimmtudögum.
Hlökkum til að sjá ykkur.