Er heimurinn að farast? – Fræðslukvöld með sr. Bjarna Karlssyni

by Nov 26, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Miðvikudagskvöldið 27. nóvember verður fræðslukvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Þá mun sr. Bjarni Karlsson, okkar gamli sóknarprestur, flytja erindi sitt:
Er heimurinn að farast?
– Ígrunduð vistkerfissýn Sameinuðu þjóðanna og páfans í Róm.

Við gefum Bjarna orðið:
,,Ég hef sterkt á tilfinningunni að nú séu að verða viðmiðaskipti í loftslagsmálum. Þessi frétt er m.a. til marks um það.

Miðvikudagskvöldið 27. nóvember kl. 19:30 ætla ég að taka þátt með því að reyna að útskýra með einföldum hætti aðal atriði doktorsrannsóknar minnar á sviði vistkerfissiðfræði. Andri Snær kallar eftir því að allir komi að borðinu; náttúruvísindafólk, listafólk, sagnafólk, siðfræðingar, guðfræðingar, börn og hver annar. Ég hyggst leggja fram skýra sýn á það hvernig kristin guðfræði geti lagst á árar með mannkyni í því fordæmalausa verkefni sem við stöndum nú frammi fyrir.

Verið velkomin í safnaðarheimili Laugarneskirkju mið. 27.11. 19:30-21:00.

Aðgangur ókeypis eins og andrúmsloftið var.”