Hér er hægt að skrá börn í fermingarfræðslu veturinn 2020 – 2021.
Fermingarathafnir ársins 2021 verða:
- Pálmasunnudag, 28. mars
- Sumardaginn fyrsta, 22. apríl
- Mæðradaginn, 9. maí
- Sjómannadaginn, 6. júní
Miðað er við að fermingarathafnir hefjist kl. 11.00. Ef fleiri en 15 börn skrá sig til að fermast við sömu athöfn er reynt að skipta hópnum í tvennt og er þá önnur fermingarathöfn sama dag kl. 13.30.
Öll sóknarbörn í Laugarnessókn fædd 2007 og forráðamenn þeirra fá bréf frá Laugarneskirkju í sumar þar sem þeim er boðin þátttaka í fermingarfræðslunni næsta vetur. Að sjálfsögðu eru þó allir velkomnir, börn búsett í öðrum sóknum og börn sem af einhverjum ástæðum eru ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Boðsbréfið aðeins er sent sóknarbörnum okkar.
Fermingarundirbúningur kirkjunnar er í höndum sóknarprests, sr. Davíðs Þórs Jónssonar og verkefnastjóra æskulýðsstarfsins, sr. Hjalta Jóns Sverrissonar, auk ungleiðtoga.
Fermingarfræðslan sjálf fer fram á þriðjudögum kl. 15:15 – 16:45 en auk hennar er gerð sú krafa að ungmennin og fjölskyldur þeirra sæki guðsþjónustur og fræðslukvöld og að börnin sæki fermingarnámskeið í Vatnaskóg í haust.
Athugið að skráning í fermingarfræðsluna jafngildir ekki skuldbindingu um að fermast í vor, ungmennin gera upp hug sinn í vetur á grundvelli fermingarfræðslunnar.
Kostnaður:
Fræðslugjald og ferming kostar 19.146 kr. skv. gjaldskrá Innanríkisráðuneytisins. Arionbanki annast innheimtu og mun krafa upp á 21.868 kr. birtast í heimabanka greiðanda. Það er gjald fyrir fræðslu og hreinsun og leigu á fermngarkirtlum sem kvenfélagið sér um.
Útlagður kostnaður vegna ferðarinnar í Vatnaskóg hefur verið 10 til 12 þúsund krónur, en sóknarnefnd Laugarneskirkju og prófastdæmið niðurgreiða að hluta kostnað ferðarinnar.
Fyrirspurnir um starfið má senda á Hjalta Jón í póstfangið hjaltijon@laugarneskirkja.is eða Davíð Þór í póstfangið davidthor@laugarneskirkja.is
Bestu kveðjur
Davíð Þór, Hjalti Jón og starfsfólk Laugarneskirkju.