Fermingar 2019

Öll sóknarbörn fædd árið 2005 munu fá sent bréf í byrjun ágústmánaðar með tilboði um þátttöku í fermingarstarfi vetrarins. Starfið sjálft hefst seinnihluta ágústmánaðar.

Skráning í fermingarstarfið fer fram Hér

Fermingardagar vorið 2019:

  • 14. apríl kl. 11 (pálmasunnudagur)
  • 25. apríl kl. 11 (sumardagurinn fyrsti).
  • 05. maí kl. 11 (þriðji sunnudagur eftir páska).
  • 02. júní kl. 11 (sjómannadagurinn).
    Ef fleiri en 15 fermingarbörn óska eftir sama fermingardeginum verða tvær fermingarmessur þann dag og verður sú síðari þá kl. 13:30

Fermingarfræðsla Laugarneskirkju 2018-2019

Fermingarundirbúningur kirkjunnar í höndum sóknarprests, sr. Davíðs Þórs Jónssonar og verkefnastjóra æskulýðsstarfsins, Hjalta Jóns Sverrissonar, auk ungleiðtoga.

Fermingarfræðslan sjálf fer fram á þriðjudögum kl. 15:15 – 16:45 en auk hennar er gerð sú krafa að ungmennin og fjölskyldur þeirra sæki guðsþjónustur, fræðslukvöld  og ferðalag í Vatnaskóg í lok september.

Í upphafi vetrar er boðað til fundar sunnudagskvöldið 26. ágúst kl. 20:00. Á fundinum verður farið yfir allar helstu upplýsingar sem tengjast fermingarferlinu og starfinu yfir veturinn.

Athugið að skráning í fermingarfræðsluna jafngildir ekki skuldbindingu um að fermast í vor, ungmennin gera upp hug sinn í vetur á grundvelli fermingarfræðslunnar.

Kostnaður:
Fræðslugjald og ferming kostar 19.146 kr. skv. gjaldskrá Innanríkisráðuneytisins. Arionbanki annast innheimtu og mun krafa upp á 21.868 kr. birtast í heimabanka greiðanda.
Það er gjald fyrir fræðslu og hreinsun og leigu á fermngarkirtlum sem kvenfélagið sér um.

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi verður 15. og 16. október.
Útlagður kostnaður vegna ferðarinnar hefur verið 10 til 12 þúsund krónur en sóknarnefnd Laugarneskirkju og prófastdæmið niðurgreiða, að hluta, kostnað ferðarinnar.

Nánari upplýsingar um starf vetrarins koma koma allar fram á fundinum 26. ágúst.
Fyrirspurnir um starfið má senda á Hjalta Jón í  póstfangið hjaltijon@laugarneskirkja.is eða Davíð Þór í póstfangið davidthor@laugarneskirkjs.is

Hlökkum til vetrarins og gefandi samverustunda.

Bestu kveðjur
Davíð Þór, Hjalti Jón og starfsfólk Laugarneskirkju.