Kirkjuprakkarar

Kirkjuprakkarar hittast í safnaðarheimli Laugarneskirkju alla mánudaga frá klukkan 14:00 til 15:30. Við bjóðum velkomna alla krakka sem eru í 1. og 2. bekk.

Hér tengjast prestar og starfsmenn kirkjunnar börnunum persónulegum böndum í leik. Biblíusögur eru sagðar með skipulögðum hætti auk þess sem forvarnarfræðsla gegn einelti og kynferðisofbeldi eiga sér reglubundið stað undir stjórn presta.

Umsjón hefur Hjalti Jón Sverrisson og ungliðar Laugarneskirkju.

Skemmtilegur vettvangur til að kynnast og hafa það gaman.