Kirkjuprakkarar

Kirkjuprakkarar hittast í safnaðarheimli Laugarneskirkju alla miðvikudaga frá klukkan 14:00 til 15:30. Við bjóðum velkomna alla krakka sem eru í 1. og 2. bekk.

Kirkjuprakkarar vita sem er að lífið er leikur. Leikir, líf og fjör hafa því gríðarlegt gildi, án þess að vera bundnir af nokkru öðru markmiði. Leikir leiksins vegna.
Þannig mætum við því heilaga ekki síst í galsa og gleði. Því er lögð mikil áhersla á leiki í kirkjuprökkurum, auk þess sem börnin þjálfast í því að koma fram og þiggja forvarnarfræðslu um einelti og kynnast ýmsum biblíusögum.

Vegna viðgerða á safnaðarheimili er hefðbundið starf kirkjuprakkara ekki hafið haustið 2018.
Nánar auglýst síðar.

Umsjón hefur Hjalti Jón Sverrisson og ungliðar Laugarneskirkju.

Skemmtilegur vettvangur til að kynnast og hafa það gaman.