Eldri borgarar

Dagskrá eldriborgarastarfs Laugarneskirkju haustið 2016

Starfið leiða sr. Davíð Þór Jónsson, Jónína Ólafsdóttir guðfræðinemi ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
 Húsið opnar kl. 13. Heitt á könnunni.

Formleg dagskrá hefst kl. 13:30 með helgistund og söng í umsjá sóknarprests og organista og lýkur um kl. 15:30

Samverustundirnar eru annan hvern miðvikudag og er fyrsta samvera haustsins 2016 miðvikudaginn 21. september.

 • 21. september: Bjarni Karlsson fyrrum sóknarprestur í Laugarneskirkju kemur og leiðir okkur inní starf vetrarins og spjallar við okkur um lífið og tilveruna eins og honum einum er lagið.

 • 5. október: Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur kemur og segir frá sér og kynnir sitt starf í sókninni.

 • 19. október: Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar kemur til okkar og kynnir fyrir okkur tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar og syngur með okkur sálma ásamt organistanum okkar Arngerði Maríu.

 • 2. nóvember: Haustferð

 • 16. nóvember: Dagskrá auglýst síðar.

 • 30. nóvember: Bjarni Karlsson, fyrrum sóknarprestur í Laugarneskirkju: Lífið og tilveran 2
  J

 • 14. desember: Anna Sigríður Helgadóttir söngkona kemur og syngur jólin inn ásamt Arngerði Maríu organista. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, formaður sóknarnefndar Laugarneskirkju spjallar við okkur um samskipti og Hjalti Þór Davíðsson, píanónemandi flytur nokkur lög.

  Allir velkomnir! Tilvalið að bjóða með sér gestum