Eldri borgarar

Dagskrá eldriborgarastarfs Laugarneskirkju 2018

Starfið leiða Anna Sigga Helgadóttir og ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
Formleg dagskrá hefst kl. 12:00 og lýkur um kl. 15:00

Það er komin upp sú staða að takmarka þarf notkun á Laugarneskirkju og safnaðarheimili hennar þar sem grunur leikur á að þrálátur vatnsleki hafi átt þátt í að orsaka takmörkuð loftgæði innanhúss. Í ljósi þess að hætta er á að skert loftgæði geti haft áhrif á heilsu og líðan starfsfólks og gesta hússins þá sjáum viðekki annað fært en að færa safnaðarstarfið tímabundið annað.

Við höfum verið svo lánsöm að fá inni í Áskirkju með eldri borgara starfið okkar sem mun þá sameinast eldri borgara starfi Áskirkju á meðan verið er að koma Laugarneskirkju í samt lag. Starfið verður á sama tíma og mun starfsfólk Laugarneskirkju og Áskirkju sameina krafta sína við að skila skemmtilegum og gefandi samverum.

Starfið verður eins og vanalega á fimmtudögum en hefst klukkan 12:00 meðhelgistund í Áskirkju, þá er hádegisverður í safnaðarheimili og opið hús sem endar á söngstund í umsjón organista. Hádegisverðurinn kostar 1000 krónur

Dagskrá eldriborgarastafs Laugarneskirkju og Áskirkju

20. september – Kyrrðarstund í umsjón Kristnýjar Rósar djákna í Áskirkju, matur og Þorvaldur Friðriks skrímslafræðingur verður gestur í opnu húsi

27. september – Kyrrðarstund í umsjón Evu Bjarkar sóknarprests í Laugarneskirkju, matur og Leikurinn þekkir þú kirkjuna?

4. október – Kyrrðarstund í umsjón Sigurðar Jónssonar sóknarprests í Áskirkju, matur og Lagabútaskemmtun með Bjarti organista Áskirkju

11. október Kyrrðarstund í umsjón Önnu Siggu Helgadóttur æskulýðsleiðtoga Laugarneskirkju, matur og Bingó

18. okt. Kyrrðarstund í umsjón Kristnýjar Rósar djákna í Áskirkju, matur og ferð íÞjóðminjasafn Íslands, farið verður með rútu frá safnaðarheimili Áskirkju

Verið öll hjartanlega velkomin