Eldri borgarar

Dagskrá eldriborgarastarfs Laugarneskirkju haustið 2017

Starfið leiða Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur og sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
 Húsið opnar kl. 13. Heitt á könnunni.
Formleg dagskrá hefst kl. 13:30 og lýkur um kl. 15:30

Samverustundirnar eru annan hvern fimmtudag og er fyrsta samvera haustsins 2017 fimmtudaginn 14. september.

Alla fimmtudaga eru kyrrðarstundir í kirkjunni kl. 12:00. Létt súpumáltið á kostnaðarverði í safnaðarheimilinu eftir stundina, kl. 12:30. Samveran hefst í beinu framhaldi og því upplagt að taka þátt í hvoru tveggja.

Dagskrá haustsins 2017 má sjá hér að neðan: 

 1. september: Við ræðum dagskrá annarinnar og hristum okkur saman. Jónína les úr ljóðabók Jóns úr Vör, Þorpinu og Sr. Davíð Þór spjallar við okkur. Lísa organisti spilar undir söng.

  28. september
  :
  Svavar Stefánsson, prestur kemur og segir frá æviferli Inga T. Lárussonar, tónskálds. Lísa organisti spilar undir söng.
 2. október: Hjalti Jón Sverrisson, guðfræðingur kemur og spjallar við okkur um lífið og tilveruna. Hjalti tekur gítarinn með sér.
 3. október: Bjarni Harðarson, bóksali les uppúr nýrri bók, Í skugga Drottins. Lísa organisti spilar undir söng.

  9. nóvember
  :
  Þórey Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs hefur umsjón með stundinni.
 4. nóvember: Ármann Reynisson les þjóðlegar sögur úr Vinjettum 17 sem út kemur í haust. Lísa organisti spilar undir söng.

  7. desember:
  Aðventustund. Syngjum inn jólin með Lísu organista og kvennakórnum Vocalist. Jónína les úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Spjall og notaleg stund.

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um einhverjar breytingar.
Haustferð: Unnið er að skipulagningu haustferðar í samstarfi við Áskirkju. Fólk er beðið um að fylgjast með á heimasíðu kirkjunnar: laugarneskirkja.is eða á facebook síðu kirkjunnar en þar munu allar upplýsingar verða birtar um haustferð og eins ef dagskrá samverustunda breytist.

 • Allir velkomnir! Tilvalið að bjóða með sér gestum