Laugarnessöfnuður hefur þann heiður að þjóna Hátúnsþorpinu, (Hátúnssvæðinu sem saman stendur af Hátúni 10, 10a, 10b og 12.)
Annan hvern sunnudag kl. 13.00 er haldin guðsþjónusta í Betri stofunni í Hátúni 12. Þar þjónar sóknarprestur ásamt organista og sjálfboðaliðum. Það er gott og aðgengilegt að koma í þessar guðsþjónustur.
Fyrsta guðsþjónusta á nýju ári 2019 var 13. janúar.
Í vetur verða einnig helgistundir í Hásalnum Hátúni 10 annan hvern fimmtudag kl 16:00. Þær eru í umsjá sr. Davíðs Þórs Jónssonar og sr. Hjalta Jóns Sverrissonar.
Fyrsta helgistund á nýju ári 2019 verður 24. janúar kl 16:00.
Mikið og gott samfélag er á Hátúnssvæðinu.