Kór Laugarneskirkju

Kór Laugarneskirkju.

Kór Laugarneskirkju.

Kór Laugarneskirkju er starfræktur við Laugarneskirkju í Reykjavík og eru rúmlega 25 manns í kórnum um þessar mundir. Þetta er hópur af hressum og skemmtilegum söngvurum, bæði áhuga- og atvinnufólki, sem hefur það sem eitt af sínum áhugamálum að hittast einu sinni í viku og syngja saman.

Meginverkefni kórsins er helgihaldið í kirkjunni en þar fyrir utan heldur kórinn tónleika 1-2 sinnum á ári. Kirkjutónlist er skiljanlega aðalviðfangsefnið en einnig er þó reglulega leitað í veraldlega tónlist svo og popp- og þjóðlagatónlist.

Í júnímánuði 2019 mun kórinn svo leggja leið sína til Suður-Þýskalands, í samstarfi við Kór Grindavíkurkirkju, og halda þar nokkra tónleika.

Arngerður María Árnadóttir er stjórnandi kórsins en hún er einnig organisti við Laugarneskirkju.

Kórinn æfir á miðvikudögum frá kl. 17.30 til 19.30 og um þessar mundir, september – október, eru æfingar kórsins í kjallara Áskirkju.