Krílasálmanámskeið – Nýtt námskeið hefst 16. mars!

Krílasálmar mynd

Krílasálmar er tónlistarnámskeið fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar sem tónlist er notuð til að styrkja tengslamyndun og örva börnin. Það er spilað á ýmis hljóðfæri og sungið fyrir þau, þeim vaggað, dansað með þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni sem hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska þeirra.

Krílasálmanámskeiðið er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Laugarneskirkju. Síðasta námskeið vetrarins verður í Hallgrímskirkju og hefst fimmtudaginn 16. mars.

Námskeiðið fer fram á fimmtudögum kl. 13 til 14 og stendur í 6 vikur.

Leiðbeinendur eru Arngerður María Árnadóttir, organisti Laugarneskirkju og Inga Harðardóttir, æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á arngerdur@laugarneskirkja.is eða inga@hallgrimskirkja.is. Námskeiðisgjald er 5000 kr.