Laugarneskirkja

Lifandi kirkja í Laugarneshverfi

 

 

Takk fyrir að líta við. Það væri líka gaman að sjá þig í kirkjunni.

 

Guð blessi þig í dag.

 

Sýndarferð af LaugarneskirkjuLeiga á safnaðarheimili

síðustu færslur:

Reglugerðasnatar

Reglugerðasnatar

Guðspjall: Sama dag komu saddúkear til Jesú, en þeir neita því að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir: Deyi maður barnlaus þá skal bróðir hans ganga að eiga konu hans og vekja honum niðja. Hér voru með okkur sjö bræður. Sá fyrsti kvæntist og dó....

Iðrun eða eftirsjá?

Iðrun eða eftirsjá?

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen.Ég kynntist fyrir nokkrum árum miklum ágætismanni. Hann átti sér það sem kalla má „skrautlega fortíð“. Hann hafði meðal annars verið vistmaður á Litla-Hrauni um einhverra ára skeið þar sem hann tók...

Myndin af Guði

Myndin af Guði

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen. Í dag spyrjum við ekki „Hverju trúir þú?“ heldur „Af hverju trúir þú?“ Þetta er ekki spurning sem við erum vön, flest hver. Þegar trúna ber á góma er miklu frekar farið út í það á hvað maður trúir...

Eðlilegt ógeð

Eðlilegt ógeð

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen. „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér,“ segir Símon Pétur í guðspjalli dagsins. „Allt sem við áttum.“ Það er ekki lítið. Pétur segir þetta ekki bara upp úr þurru. Það er ástæða fyrir...

Sunnudagaskólinn byrjar

Sunnudagaskólinn byrjar

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að næstkomandi sunnudag, 5. september, hefur sunnudagaskólinn göngu sína í Laugarneskirkju. Leiðtogarnir okkar eru spenntir að hitta börnin og eiga með þeim ánægjulega stund á sunnudögum í allan vetur. Sunnudagaskólinn er í...

Fyrirmyndir

Fyrirmyndir

Náð sé með ykkur öllum og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen. Árið 1840 var kaþólskur prestur að nafni Juan Severino Mallari hengdur í Filipseyjum. Hann var þá einn fremsti skrautskrifari Filipseyinga. Það var þó ekki fyrir þá sök sem hann var tekinn...

Fermingarfræðslan hefst

Fermingarfræðsla vetrarins 2021 – 2022 hefst formlega nk. sunnudagskvöld kl. 20. Kvölguðsþjónusta verður í Laugarneskirkju og eru fermingarbörn ársins 2022 sérstaklega boðuð til hennar ásamt foreldrum eða forráðamönnum. Að stundinni lokinni verður samvera í...

Á forsendum gremju eða vonar?

Á forsendum gremju eða vonar?

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni, Jesú Kristi. Amen. Umræða um kynferðismál hefur verið áberandi undanfarin misseri, svo mjög að raddir eru farnar að heyrast um að jafnvel sé farið að ganga of langt í því að grafa upp syndir manna að núa þeim um...

Helgihald á næstunni:

Guðsþjónustur til áramóta

Sunnudagur 21. nóvember – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Vegna sóttvarnarreglna verður því miður ekki hægt að bjóða kaffi og samveru eftir stundina.

Sunnudagur 28. nóvember – fyrsti sunnudagur í aðventu – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Vegna sóttvarnarreglna verður því miður ekki hægt að bjóða kaffi og samveru eftir stundina.

Sunnudagur 5. desember – annar sunnudagur í aðventu – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Jón Ragnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Vegna sóttvarnarreglna verður því miður ekki hægt að bjóða kaffi og samveru eftir stundina.

Sunnudagur 12. desember – annar sunnudagur í aðventu – Jólaball kl. 11

Samveran byrjar á léttri helgistund í kirkjunni. Síðan fara allir niður í safnaðarheimilið og dansa í kringum jólatréð. Góðgæti verður í boði og jafnvel kynni að vera von á jólasveinum í heimsókn.

Sunnudagur 12. desember – þriðji sunnudagur í aðventu – Aðventukvöld Laugarneskirkju kl. 20

Aðventukvöld Laugarneskirkju er árviss viðburður sem við gleðjumst yfir að geta haldið á ný. Kór Laugarneskirkju flytur lög. Góður gestur flytur hugvekju og fermingarbörn lesa kertabænir.

Sunnudagur 19. desember – fjórði sunnudagur í aðventu – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir.

Aðfangadagur – 24. desember – jólastund barnanna kl. 15

Við styttum biðina eftir jólunum með að syngja jólalög saman og spinna helgileik af fingrum fram.

Aðfangadagur – 24. desember – aftansöngur kl. 18

Aftansöngur á aðfangadag. Kór Laugarneskirkju syngur. Elísabet Þórðardóttir organisti leikur á orgel. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.

Jóladagur – 25. desember – hátíðarmessa kl. 14

Kór Laugarneskirkju syngur hátíðarsöngva. Sr. Davíð Þór Jónsson og Sr. Jón Ragnarsson lesa ritningarlestra.

Nýársdagur – 1. janúar – hátíðarmessa kl. 16

Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir annast tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.

 

Úr bíblíunni

„Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“

(Matt 25.35)

Starfsfólk Laugarneskirkju

Sr. Davíð Þór Jónsson

Sr. Davíð Þór Jónsson

Prestur

davidthor@laugarneskirkja.is
Sími: 898 6302

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Prestur

hjaltijon@laugarneskirkja.is
Sími: 849 2048

Viðtalstímar eftir samkomulagi

 

Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson

Rekstrarstjóri/Kirkjuvörður

kristjan@laugarneskirkja.is
Sími: 864 9412

Elísabet Þórðardóttir

Elísabet Þórðardóttir

Tónlistarstjóri

lisathordar@gmail.com
sími 661 4954