Að viðhalda gleðinni

GudfraedingurÍ prédikun dagsins fjallar sr. Sigurvin um brúðkaupið í Kana og mikilvægi þess að viðhalda gleðinni í lífinu. Í ræðunni segir m.a. ,,Jesús er að viðhalda gleðinni og þegar haft er í huga hversu mikilvægur og gleðilegur áfangi brúðkaup er í lífi fjölskyldna er töluvert í húfi. Í Jóhannesarguðspjalli eru það fyrst og fremst prestunum sem hættir til að spilla gleðinni og án þess að vilja falla sjálfur í þá gryfju, vaknar óneitanlega sú spurning hvort Jesús sé að leggja blessun sína yfir drykkju með því að viðhalda gleðinni og auka á vínið.” Prédikunina má lesa á sigurvin.annall.is.