Agnes Sigurðardóttir biskup á Gospelkvöld í Hátúni

by Jan 30, 2014Blogg

Í kvöld verður Gospel í Hátúni 10, í salnum á 9. hæð, og mun frú Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands flytja hugvekju í stundinni. Að venju hefur Guðrún Þórsdóttir djákni umsjón með kvöldinu, sem hefst kl. 20.00, og Þorvaldur Halldórsson heldur uppi fjöri með gospeltónum og dægurlögum í bland. Auk þeirra munu þeir Hjalti Jón Sverrisson og Hrafnkell Már Einarsson flytja eigin lög. Það jafnast ekkert á við gospelkvöld í Hátúni!