Nýr umsjónarmaður eldriborgarastarfs

by Jan 30, 2014Blogg

Guðrún K. Þórsdóttir djákni er Laugarneskirkju vel kunn enda hefur hún þjónað samfélaginu í Hátúni í samstarfi við kirkjuna um árabil. Hún er nú tekin við opnu húsi eldri borgara sem er annan hvern fimmtudag kl. 14.00 í Laugarneskirkju. Fyrsta samveran er í dag 30. janúar og þá 13. febrúar. Það eru allir hjartanlega velkomnir í eldriborgarastarfið og við bjóðum Guðrúnu velkomna til nýrra starfa.