Æskulýðsdagurinn er 2. mars


Það verður mikið um dýrðir á æskulýðsdaginn, barnastund um morguninn, unglingaguðsþjónusta um kvöldið og kynning á Noregsferð unglingastarfsins sumarið 2015. Börn á öllum aldri velkomin til kirkju til að gleðjast yfir og standa með æskunni í Laugarnessókn.

Barnaguðsþjónusta kl. 11.00

Í guðsþjónustunni koma fram:
Nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar
Brasskvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar
Kór Laugarnesskóla
Rebbi Refur (Að sjálfsögðu)
Umsjón með stundinni hafa Hjalti Jón Sverrisson, Hrafnkell Már Einarsson og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson.

Kynning á Noregsferð í júní 2015 kl. 18.00

Unglingum í starfi Laugarneskirkju fædd 2000 og eldri stendur til boða að fara með Laugarneskirkju á norrænt mót síðustu helgina í júní á næsta ári. Á þessum fyrsta kynningarfundi verður sagt frá mótinu og undirbúningsfyrirkomulagið kynnt. Byrjað verður að safna fyrir ferðinni nú í vor en það þarf ekki að staðfesta þátttöku fyrr en í október. Á fundinum munu þær Konný Björk Jónasdóttir og Herdís Ingvadóttir segja frá mótinu, en Konný sótti það síðasta sumar og Herdís fer í ár. Umsjón með undirbúningi ferðarinnar hefur Hjalti Jón Sverrisson umsjónarmaður barna- og unglingastarfs Laugarneskirkju.

Unglingaguðsþjónusta kl. 20.00

Í guðsþjónustunni koma fram:
Besta hljómsveit heims!
Fermingarungmenni Laugarneskirkju
Æskulýðsfélagið Týrannus
NeDó
Eva Björk Valdimarsdóttir, framkvæmdarstjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar, prédikar.
Umsjón með stundinni hafa Hjalti Jón Sverrisson og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson.