Eldriborgarastarf Laugarneskirkju haustið 2014

by Feb 4, 2014Blogg

 

Samverur eru annan hvern fimmtudag frá kl. 14 til 16.

Starfið leiðir Guðrún K. Þórsdóttir djákni ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.

 Í upphafi hverrar samveru er helgistund og söngur.

18. september

Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir söng og flytur hugvekju.

 2. október

Guðrún Ásmundsdóttir leikkona fjallar um Nærkonur á Nesinu og tekur lagið.

 16. október

Haustferð út fyrir borgarmörkin. Heimsækjum menningarsetrið Íslenski bærinn í Austur Meðalholti í Flóa og fáum leiðsögn um staðinn.

30. október

Spilað bingó, Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellimálaráðs er umsjónarmaður. Fólk er beðið um að koma með smá glaðning fyrir verðlaun í bingóinu.

 13. nóvember

Sigmundur Guðbjarnason, efnafræðiprófessor og fyrrverandi rektor H.Í. kemur í heimsókn og talar um heilbrigðan lífsstíl, fæði og fæðubótaefni.

27. nóvember

Gaman að vera saman, spilum félagsvist, spjöllum og leysum gátur.

11. desember

Sóknarpresturinn Kristín Þórunn Tómasdóttir og Hjalti Jón Sverrisson æskulýðsfulltrúi verða með í stundinni ásamt æskulýð kirkjunnar.

 

Verið velkomin í Laugarneskirkju