Konudagur 23. febrúar

Staða kvenna í heiminum. Konudagsmessa kl. 11.00. Dr. Auður Styrkársdóttir forstöðukona kvennasögusafnsins prédikar. Sungnir verða sálmar eftir konur, organisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir, kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng. Prestur Sigurvin Lárus Jónsson. Barnastarf hefst í messunni og síðan fara börnin í sunnudagaskóla. Öll kyn velkomin í konudagsmessu.