Kvenfélag Laugarnessóknar fundar á mánudag 3. mars

Kl. 20 Kvenfélag Laugarnessóknar fundar í safnaðarheimilinu. Þema fundarins verður hekl en vinsældir þess hafa aukist mikið undanfarið. Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir kemur og kynnir heklbækur sínar en hún hefur gefið út bækurnar Þóra-heklbók og María-heklbók. Ef þið viljið byrja að æfa nokkur léttar lykkjur getið þið kippt með ykkur garni og heklunál. Allar konur velkomnar. Fundargjald 500 krónur.