Kynslóðir kvenna í Laugarneskirkju

by Feb 25, 2014Blogg

Miðvikudagskvöldið 26. febrúar koma saman í Laugarneskirkju fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur, til að ræða um hvað það er að vera kona. Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir mun fjalla um kynþroska, kynlíf og samskipti kynjanna og síðan mun Ása Laufey Sæmundsdóttir leiða umræður og verkefni um konur. Kynslóðir kvenna standa saman og styðja þær flottu stúlkur sem nú undirbúa sitt fermingarheit.