Laugarneskirkja með fjölmennasta hópinn á æskulýðsmóti.

Nú stendur yfir Vormót ÆSKR, sem er Æskulýðssamband Kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum, en það er árlegt mót sem haldið er í Vatnaskógi. Á mótinu eru um 200 þátttakendur og fjölmennasti hópurinn í ár er frá Laugarneskirkju, þaðan sem komu 27 leitogar og ungmenni. Krakkarnir eru nú að undirbúa ball en í dag hafa þau verið að vinna verkefni sem huga að umhverfismálum og hlýddu í morgun á fyrirlestur með Andra Snæ Magnasyni.
Fleiri myndir