Mannréttindamessa í Laugarneskirkju

Í gær 2. febrúar var haldin mannréttinda-kvöldguðsþjónusta í Laugarneskirkju undir yfirskriftinni Gefum aldrei afslátt af mannréttindum. Anna Sigríður Helgadóttir einsöngkona söng m.a. Imagine e. John Lennon og sálm eftir Desmond Tutu, ,,Gæskan er öflugri en illskan” og Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir fjallaði um þá hugsjón Laugarneskirkju að standa með fólki í öllum aðstæðum. Davíð Þór Jónsson flutti mikilvæga prédikun og hana er hægt að lesa á tru.is. Í messukaffinu kynnti Björg María Oddsdóttir starf Íslandsdeildar Amnesty International.