Í prédikun dagsins fjallar prestur Laugarneskirkju um átakið mottumars og ábyrgð kristinnar kirkju að láta sig veikindi fólks varða. Í ræðunni segir m.a.:,,Laugarneskirkja er keppandi í Mottumars og verður að segjast að helgidómurinn tekur sig vel út með yfirvaraskegg. Yfirvaraskegg klæða fæsta karlmenn vel, þó þau prýði einstaka menn, en þau geta vakið ómælda gleði á okkur sem líta hreint kjánalega út með mottu. Með gleðina að vopni stuðlar átakið að því að veita stuðning, fræðslu og ráðgjöf til þeirra sem greinst hafa með krabbamein og forvarnir til okkar hinna.” Prédikunina má lesa á sigurvin.annall.is.