Í barnaguðsþjónustu morgunsins kenndi margra grasa og komu m.a. fram Kór Laugarnesskóla, Brasskvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar og nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hjalti Jón Sverrisson umsjónarmaður barna- og unglingastarfsins flutti frumsamda sögu um Æskulýðs-Tarf, sem er þörf áminning á að deila náðargjöfum okkar hvert með öðru.