Fiskisúpa á föstunni

by Mar 12, 2014Blogg

Í kvöld verður sjálboðaliðum í starfi Laugarneskirkju boðið til veislu til að þakka fyrir ómentanlegt framlag þeirra á liðnum vetri. Prestur kirkjunnar og kirkjuvörður hafa staðið í eldhúsinu frá hádegi við að laga fiskisúpu og tæplega hundrað manns hefur verið boðin til kvöldverðar. Án þeirra sem láta sig kirkjuna varða og gefa vinnu sína yrði starf Laugarneskirkju lítilfjörlegt.