Kvenfélagsmessa í Laugarneskirkju

by Mar 28, 2014Blogg

Á sunnudag verður í Laugarneskirkju kvenfélagsmessa. Kvenfélag Laugarneskirkju er elsta starfandi kvenfélag Þjóðkirkjunnar og hefur starfað óslitið að hagsmunum fjölskyldna í sókninni í hartnær 80 ár. Kvenfélagskonur leiða söng undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur og formaður kvenfélagsins Linda Björk Halldórsdóttir prédikar. Barnastarfið verður á sínum stað.