Listsköpun í Laugarneskirkju

by Mar 27, 2014Blogg

Nýverið fór hópur á vegum Laugarneskirkju, Breytendur á Adrenalíni, af stað með spennandi verkefni sem gengur út á að virkja þann mikla sköpunarkraft og samhug sem er að finna í hverfinu. Breytendur á Adrenalíni hafa í vetur starfað með það að markmiði að láta gott af sér leiða, benda á það bjarta og góða í lífinu og gildi þess að við sem samfélag stöndum saman og hlúum að bakgarðinum okkar.

Mörg ykkar hafa eftilvill fengið inn um lúguna bréf þar sem íbúar heimilisins eru hvattir til þess að gera listaverk úr meðfylgjandi A4-blaðsíðu. Það er einlæg von okkar að þið grípið sem flest tækifærið til að láta ljós ykkar skína. Við munum ganga í hús á næstu vikum og sækja meistaraverkin.

En það sem við viljum sérstaklega benda á er að í Frú Laugu og Fiskbúðinni er að finna blöð og bréf frá okkur, svo hafi þið ekki fengið inn um lúguna bréf (en við urðum að gera nokkurs konar slembiúrtak) þá getið þið komið við á þessum stöðum, og eins í Laugarneskirkju, og gripið með ykkur eintak. Þetta getur verið afskaplega skemmtileg leið fyrir t.d. fjölskylduna að koma saman og eiga smá ‘quality time’.
Við myndum meta það mikils ef þau ykkar sem grípið blöð í Frú Laugu, Fiskbúðinni eða í Laugarneskirkju, mynduð skila af ykkur meistaraverkunum hingað í Laugarneskirkju en ég mun koma upp hér móttökukassa sérstökum við forstofuna.

Með von um góðar undirtektir,
fyrir hönd Breytenda á Adrenalíni,
Hjalti Jón Sverrisson
hjaltijon@laugarneskirkja.is