Mottu messa á sunnudaginn

by Mar 13, 2014Blogg

Mottu-messa kl. 11.00. Efni messunnar eru karlmenn og krabbamein. Lögreglukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Organisti Arngerður María Árnadóttir, prestur Sigurvin Lárus Jónsson. Barnastarf hefst í messunni og síðan fara börnin í sunnudagaskóla, umsjón hafa Hjalti Jón Sverrisson, Hrafnkell Már Einarsson og Gísli Björnsson. Í messukaffinu verður starf Krabbameinsfélagsins kynnt og safnað áheitum í Mottumars #2488.