Ný málað safnaðarheimili

by Mar 16, 2014Blogg

Það var vaskur hópur sjálfboðaliða sem tók til hendinni í gær og málaði safnaðarheimilið hvítt. Sjón er sögu ríkari en það er ekki ofsögum sagt að birt hafi yfir salarkynnum sunnudagaskólans. Dagurinn var frábær í alla staði og við erum full þakklætis fyrir að eiga samleið með öllu því yndislega fólki sem skapar kirkjuna okkar og gefur vinnu sína.