Skyndihjálparnámskeið á foreldramorgnum 4. mars

Það er gaman hjá okkur á foreldramorgnum í laugarneskirkju. Nú er aðsókn orðin virkilega góð og alltaf er gaman að taka á móti nýju fólki. Næsta þriðjudgasmorgun verður skyndihjálpar- námskeið sem er alveg einstakt tækifæri til að læra betur um það hvernig við eigum að bregðast við þegar á þarf að halda. Lífið er dýrmætt. Hlakka til að sjá ykkur öll, með sól í hjarta.