Vel heppnaður öskudagur í Laugarneskirkju

Á öskudaginn var haldin öskudagsskemmtun í Laugarneskirkju í samstarfi við foreldrafélag Laugarnesskóla og Laugasel. Hjalti Jón Sverrisson var kynnir á hæfileikakeppni hverfisins, prestur Laugarneskirkju las söguna Hver er sterkastur? og ungleiðtogar kirkjunnar buðu upp á hræðilegt draugahús. Loks var kötturinn sleginn úr tunnunni og allir fengu þaðan snakkpoka. Myndir af deginum eru hér.